fimmtudagur, september 23, 2004

Gúgú

 Jæja, nú ætla ég að reyna að bretta upp ermarnar og far að byrja á þessu aftur. Ekkert kannski neitt merkilegt að frétta núna, nema það að maður var að sjálfsögðu í skýjunum með sigurinn á liverpool sl. mánudag, sérstaklega gaman að sjá Keane flengja Gerrard í fyrri hálfleik og Ronaldo slátra þeim með sinni æðisgenginni tækni, en allavega sanngjarn sigur þar á bænum. Nú alltaf eitthvað að gerast í pólitíkinni, eins og alltaf þá er reykjarvíkurlistinn að skíta á sig enn og aftur og núna með þeirri "frábæru" ákvörðun að setja sundabraut í forgang í stað mislægrar gatnamótar við kringlumýrabraut og miklubraut, en þessi ákvörðun kom manni svo sem ekki á óvart enda hefur ekki verið tekin skynsamleg ákvörðun þarna síðan þetta lið komst til valda, keyrði einmitt niður laugarveginn síðstu helgi og sá að búðunum fækkar stöðugt þarna og ekki oft sem maður sér í kringum 10 tóm verslunarhúsnæði þarna og það á góðu hagvaxtarskeiði, annað sem einnig var "frábært" að heyra frá þessu r-lista liði var í Stefáni Jón Hafstein, en hann fullyrti að í Írak þá hefði fólk það miklu verr núna en fyrir innrásina, tja, það er ekkert annað, fyrir það fyrsta þá held ég að Stefán Jón hafi aldrei komið til Íraks og veit því kannski ekki manna best hvernig var þarna og er, veit jafnvel ekki hvar írak er á landakorti og í öðru lagi þá held ég að þessi c.a 1 miljón manna sem Saddam og hans kónar hafa drepið frá valdatíð hans þarna "gætu" nú verið ósammála Stefáni, en ég held að það fólk hefðu nú frekar kosið að berjast fyrir lýðræði en að láta murka úr sér lífi fyrir það eitt að þóknast ekki einræðisherra eða hvað það nú var sem þetta fólk vann sér inn til að eiga það skilið að vera nauðgað,limlest og drepið, en gott að heyra að Stefán Jón er með þetta allt á hreinu.
En annars gengur allt fínt, Tryggvi Trausti er mjög sprækur, búinn með 3 sundtíma og farinn að kafa, voðalegt fjör hjá kappanum.
Nú flutningar á næsta leiti, alltaf gaman að flytja eða þannig, keyptum 4 herbergja íbúð í vesturbænum m/garði og bílskýli og manni er nú farið að hlakka frekar mikið til að komast þangað. Jæja, hættur núna, afmæli hjá þóru (hans bumbó)á morgun, farið til eyja á lokahóf íbv á laugardaginn, þannig að það er nóg um að vera þessa dagana. Síjú

föstudagur, september 03, 2004

Jæja, búið að opna síðuna hjá litla aftur og búið að uppfæra hana. Þið getið kíkt á hana hérna.

Feðgarnir í góðum gír

fimmtudagur, september 02, 2004

Meirihlutinn að fara á "kostum"

 Það er ekki hægt að segja annað en að meirihluti bæjarstjórnar sé að fara hamförum þessa dagana, en þetta er það nýjasta nýtt hjá þeim og lái þeim enginn þótt þau þurfi að afsaka sig fyrir að hafa "misstigið" sig aðeins, ahahaha, þvílík vitleysa


Trúverðuleiki VestmannaeyjalistansEr það næsta skrefið að stoppa Hjálmfríði af í skrifum sínum um skólamál? Það gæti "svert ímynd Eyjanna"!!

- eftir Kristján Bjarnason

Ég man að fyrir síðustu kosningar talaði Vestmannaeyjalistinn mikið um þá miklu skoðanakúgun sem viðgengist hjá sjálfstæðismönnum (þám. GÞBÓ og Raggi Óskars) menn þyrðu hreinlega ekki að segja skoðanir sínar á opinberum vettvangi af ótta við að vera reknir úr vinnu!! Allir voru sammála um að það væri skelfilegt og nú yrði öðruvísi tekið á málum.
Ég hef sagt skoðanir mínar á hinu og þessu og fengið birtar í fjölmiðlum. Bæjarstjórinn nýji var ekki hrifinn af því í byrjun en hefur ekki skipt sér af því undanfarna mánuði. Framkvæmdastjórinn hefur engu að síður hnýtt í mig reglulega ,,fyrir að vera skrifa í blöðin"(?)
Kl 13 í gær kom bæjarstjóri hér askvaðandi inn og var heitt í hamsi útaf skrifum mínum um að ,,svokallaðan brottrekstur" framkvæmdastjóra. Ræddum við það fram og aftur og svo sem ekkert við það að athuga.
kl. 17.50 hringdi framkvæmdastjóri og boðaði mig strax á fund í ráðhúsi án þessa að vilja nefna erindið eða fundarefnið. Var það 1 klst fundur og sátu Bergur, Frosti, Viktor, Stefán og Andrés þar vægast sagt óánægðir með mín vinnubrögð:
1. Að ég skildi senda fréttaskot til DV um málefni er varða Eyjar (flugöryggi ma.), slíkt sverti ,,ímynd Eyjanna"2. Að ég skuli sí og vera að skrifa í fjölmiðla, sérstaklega um landnytja- og umhverfismál
Skilaboð þeirra fimmmenninga voru þau að ég ætti að halda kjafti. Ég fékk nokkurn tíma til að skýra mína hlið mála, en hlýt að segja að svona vinnubrögð eru ekki stórmannleg af hálfu hins nýja meirihluta og ekki í takt við hinar stóru yrfirlýsingar og fordæmingar á vinnubrögðum sjálfstæðismanna í aðdraganda síðustu kosninga,
kveðja, K.
p.s. Er það næsta skrefið að stoppa Hjálmfríði af í skrifum sínum um skólamál? Það gæti ,,svert ímynd Eyjanna"!!

-Tekið af eyjar.net - http://www.eyjar.net/?p=101&id=3666

Þetta er nátturulega bara enn eitt dæmið sem sýnir þessa djöfulsins spillingu hjá bakaranum og kó, og það er skelfilegt að hugsa til þess að þeir skuli eiga meira en mánuð eftir sem meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

miðvikudagur, september 01, 2004

Nonni Nikótín

 Ahahhahaha,ég rakst á frétt hérna um þann stórgóða dreng Jón Viðar Stefánsson a.k.a Nonni Nikótín, held að það sé bara best fyrir ykkur að lesa fréttina :)

föstudagur, ágúst 27, 2004

Síða vikunnar er engine önnur en síðan hjá Sænska dansbandinu

Snilld

 Þetta mark er svo mikið rugl að það hálf væri svo meira en nóg, þið getið séð þetta hérna, maður á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessari gargandi snilld

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Alive

 Jæja, þá er gamli skriðinn úr fríi og um að gera að byrja að blogga aftur, nenni eiginlega ekki að skrifa um hvað maður er búinn að vera að bardúsa, en litli Steini er kominn með síðu og hana er að finna hérna.
Síkrest át

föstudagur, júlí 16, 2004

Prumpandi hlaupabretti
 Jæja, skellti mér á hlaupabrettið í þrekhúsinu í morgun sem er nú ekki frásögur færandi nema það að það snögglega rifjaðist upp fyrir mér hvað það er alltaf jafn óþægilegt að vera mál að prumpa þegar maður er að hlaupa á þessu. Það er ekkert óþægilegra en að vera verulega mál að prumpa og svo er kannski einhver svaka skvísa á hlaupabrettinu fyrir aftan mann og maður vill nú kannski ekki skella einni svaka bombu í áttina að henni, en það er nú alltaf ráð undir rifi hverju og maður þarf að sjálfsögðu á einhverri góðri taktík að halda undir þessum kringumstæðum. Nú ég hef fundið mína taktík og hún er það að það er best að reyna að losa um(prumpa) hóflega við við hverja juðun (Skýring: Juðun er sá atburður sem á sér stað þegar tvær rasskinnar mætast á miðri leið í hlaupum og mynda þannig juðun við hvora aðra) þannig að losunin sé svo lítil og loftið svo mikið að nærliggjandi hlaupendur verða ekki varir við, nú þegar talað er um hóflega þá skal passa sig að losa ekki um of lítið við hverja juðun því þá eru notaðar óþarfalega margar losanir við alltof margar juðanir, en einnig skal passa sig á að hafa ekki óþarflega stóra losun við hverja juðun því það stórlega eykur á hættuna að athyglin (og sektinn)  beinist að þér.
 
Vonandi að þið getið nýtt ykkur þetta þegar og ef þið lendið í þessum aðstæðum í framtíðinni.
Bless og góða helgi 
 


þriðjudagur, júlí 13, 2004

GúgúKernig er það, er bara ekkert að frétta?? Jæja þá er þetta tónleikasumar að renna sitt skeið á enda, var svona eitthvað að pæla í að fara á placebo eða 50Cent en eftir Metallica tónleikana þá sér maður engann tilgang í því, því önnur eins snilld hefur maður nú aldrei séð á klakanum, var gríðarlega sáttur þegar ég fór á Starsailor, ennþá sáttari eftir Korn tónleikana en þessi Metallica geðveiki var nú toppurinn á öllu og whats the point að fara á hitt þegar maður er búinn að sjá toppinn. Annars lítið að frétta, fékk "góðann" euro reikning eftir Frakklandsferðina en manni var svo sem sama því þessi staður er nátturulega bara snilld og nokkuð ljóst að maður á eftir að fara í gott sumarfrí á frönsku rivíeruna, þvílík perla þetta svæði þarna, maður var alveg í skýjunum með ferðina og vinnulega séð kom hún líka mjög vel út. Annars er maður líklega eins og flestir að verða þokkalega þreyttur á þessu fjölmiðlafrumvarpsmáli, finnst þó mjög fyndið að sjá kannanirnar í Fréttablaðinu þessa dagana og pistlana hjá Gunnari Smára í kjölfar þeirra en maðurinn er gjörsamlega ekki í neinum takti við þetta samfélag og á skrifum hans að dæma þá er hann greinilega ekki búinn að vera í takti við það í þónokkur ár, en allavega þá finnst manni þetta fyndið með kannanirnar um fylgi við flokkana, ríkisstjórnina og Dabba Kóng og það "korteri" eftir misvinsælum ákvörðunum stjórnarflokkana , en þar er þessu slegið upp sem forsíðufréttum og talað um vantraust á stjórnina og fleiri vitleysu í þeim dúr , ég meina ef að Man.Utd myndi vinna Liverpool t.d 4-0 (sem gerðist reyndar 2003 :) og það yrði gerð könnun daginn eftir um hvort stjóri liverpool ætti að segja af sér þá held ég að það væru yfirgnæfandi líkur á því að flestir vildu sjá hann segja af sér en þeir sem vita betur vita að það er best að dæma "liðið" af "heildarleikjum" í lok tímabilsins en ekki láta einstaka "leiki" ráða því hvaða afstöðu maður tekur eins og t.d Samfylkingin virðist gjörn á að gera en þar er seglum ávallt hagað eftir skoðanakönnunum og því ekki skrítið að stefnuleysið sé algjört þar á bænum og því bíður maður nú bara rólegur og dæmir að lokum.


laugardagur, júní 26, 2004

Fleiri myndir af litla
Jæja, litli er allur að koma til, bólgan að hverfa en myndaalbúmið stækkar og stækkar :) setti inn fleir nýjar myndir hérnafimmtudagur, júní 24, 2004

Íslenski draumurinn!!

 Ok, kannast einhver við þetta handrit? Ungur óþekktur athafnamaður fær hugmynd, framkvæmir hana og allt "smellur" hjá honum, lífið breytist hjá honum, hann kaupir sér jeppa, verður flottur í tauinu og lætur mikið á sér bera í íslensku celeb lífi, upp kemst um athæfið, hann missir allt og er að lokum með allt niðrum sig og er dæmdur í fangelsi.
Já mikið rétt hjá ykkur, þetta svona í grófum dráttum það sem kvikmyndin íslenski draumurinn er um, en þetta minnir mann óneytanlega á mál sem nú var var verið að dæma í, kannski þeir hafi stuðst við þetta handrit sem leiðara í sínu lífi? híhí :)

miðvikudagur, júní 23, 2004

Litli


Jæja, ætlaði svona að eins að láta vita af okkur en allt gengur voðalega vel. Ég og ása fórum upp á landspítalann kl 14 á sunnudaginn en hún hafði misst vatnið kl 8 um morguninn og var eftir hádegi eitthvað byrjuð að fá hríðir. Við vorum þar í frekar góðu yfirlæti þótt reyndar hún hafi ekki verið par ánægð með matinn en auðvitað reddaði maður því og skaust á subway og náði í 2 báta en hólí mólí, ég veit ekki hvað ég gerði greyði stelpunni á subway því sterkari mat hef ég varla smakkað, þetta var svo sterkt að ég var farinn að fá hríðir líka...eða svona næstum því en skellti bátnum í mig og svolgraði með þessu svona c.a 70 lítra af vatni, subway verður ekki beint fyrir valinu næst þegar manni hungrar á svipstundu, thats for sure, en annars þá fór ása að finna verulega fyrir því um kl 20 og kl 21 var hún komin á fæðingarstofuna og allt komið á fullt, þótt sá stutti hafi nú legið mikið á að fara að koma í heiminn(sett á hana 14.júlí) þá lét hann nú "aðeins" hafa fyrir sér en hann séri víst höfðinu eitthvað aðeins vitlaust þarna inni og því voru þetta nú engin smá átök þarna og um kl 01:00 þá var ákveðið að skella á hann sogklukku (eins og kanski sést :) og honum hjálpað síðustu sentimetrana og kom hann út 01:10 og var 14 merkur og 49,5 cm, en maður var mjög mjög glaður að sjá hann og að allt væri í lagi og svoleiðis, var samt mjög fyndið að sjá hann svona vel pattaralegann í framan en það er víst útaf þessu með að snúa höfðinu vitlaust þá rann þetta allt framan á andlitið á honum í staðinn fyrir hnakkann, en hann er ótrúlega fljótur að braggast og var nánast orðinn óþekkjanlegur á 2 degi miðað við fyrstu klukkutímana eftir fæðingu, annars
bætti ég inn nokkrum myndum og 2 video hérna. kveðjur í bili

þriðjudagur, júní 22, 2004

Jæja,sá litli þurfti að flýta sér í heiminn og kom kl 01:10 21.júní þurfti reyndar aðeins að hjálpa honum síðustu sentimetrana og fékk þetta flotta sogklukkufar á ennið en það hvefur nú í vikunni :), annars heilsast öllum vel og ég mun svo reyna að setja fleiri myndir og fréttir hérna inn næst þegar ég hef tíma :)föstudagur, júní 11, 2004

ahahahaha, ég gat ekki annað en sett þetta inn, mér fannst þetta bara svo ógeðslega fyndin mynd, einhver sem er ekki alveg að nenna að taka á því á æfingunum :)